Screen Shot 2019-10-02 at 22.27.22.png

Laugavegurinn | Washerwomen's Road

Laugavegurinn

Washerwomen’s Road


Give yourself a gift – take part in the Washerwomen’s Walk. You’re a work of art! With these words the artists of gallery START ART urged the people of Reykjavík to take part in a “springs-clean” performance along the city’s main street, which was originally laid as a path for women to carry their washing to the hot springs in Laugardalur. The performance consisted of a walk, via installations by many artists which marked the route from Lækjargata in downtown Reykjavík, up Laugavegur – the Hot Springs Road – to the old Washing Springs in Laugardalur. The gift consisted in participation in the walk, which was not only a commemoration of washerwomen who trudged this route with their laundry in all weathers in the harsh northern climate: for by undertaking their labour – the most ordinary of all labour, to wash dirty laundry – participants were called to account for their own deeds and creative powers, in times of unrest. This was a “springs- cleaning” performance which had relevance for everyone, after the collapse of the economy, the revelation of moral pollution, money- laundering and dishonesty. The people of Reykjavík were tattered and filthy, with a stink in their nostrils after a difficult winter.


Gefðu þér gjöf og taktu þátt í göngunni. Þú ert listaverk! Með þessum orðum hvöttu listakonur Start Art gallerísins íbúa Reykjavíkur til að taka þátt í Hrein-gjörningi á aðalgötu borgarinnar sem var upphaflega gerð til að greiða leið kvenna í Laugarnar með þvott. Gjörningurinn fólst í göngu um innsetningar fjölmargra listamanna er vörðuðu leiðina frá Lækjargötu upp Laugaveginn og inn að gömlu Þvottalaugunum í Laugardal. Gjöfin fólst í þátttöku í göngunni sem var ekki aðeins farin til að minnast þvottakvenna er gengu Laugaveginn til þvotta í öllum veðrum á norðurhjara veraldar. Með því að ganga inn í þeirra verk, hið hversdagslegasta af öllum verkum, að þvo þvotta, voru þátttakendur kallaðir til ábyrgðar á eigin verkum og sköpunarmætti á umrótartímum. Hrein-gjörningur sem snerti alla eftir efnahagslegt hrun, afhjúpun siðferðilegs óþrifnaðar, peningaþvættis og óheiðarleika. Borgarbúar voru tættir, skítugir og ódaun lagði að vitum þeirra eftir erfiðan vetur.